Á síðustu misserum hefur sannast hversu áríðandi er að hafa áreiðanlega vírusvörn uppsetta á öllum útistöðvum og netþjónum. Það er þó ekki nóg að slík vörn sé sett upp heldur þarf að vera víst að hún uppfærist og sé í lagi. Þessvegna eru miðstýrðar vírusvarnir nauðsynlegar í stofnunum og fyritækjum sem telja meira en 2-3 tölvur. Með miðstýrðum vörnum gefst kerfisstjóra eða umsjónarmanni tölvukerfis kostur á að hafa gott yfirlit yfir stöðu vírusvarna. Í flestum tilfellum hafa stofnanir og fyrirtæki samið við mig um heildarlausnir og haft þá innifalið að ég fylgist með ástandi vírusvarna. Þessar miðstýrðu varnir eru þannig gerðar að sumum tilfellum vinn ég við eftirlit og rekstur á þeim frá miðlægum gagnagrunni hjá framleiðanda vírusvarnarinnar, og í öðrum tilfellum frá netþjóni viðskiptavinar.
Malwarebytes Endpoint Protection er sú vörn sem ég mæli helst með. Ég hef sett upp þessa miðstýrðu vörn hjá sveitarfélögum og skólum og séð í kjölfarið töluverðan árangur. Viðhald við útistöðvar hefur minnkað í þeim tilfellum, og varnirnar stöðvað árásir þar sem gögn hefðu annars verið tekið í gíslingu (Ransomware).