Netkerfi

Ég sé um hönnun og forritun á netkerfum. Til þægindaauka stýri ég og uppfæri kerfin með miðlægum stýringum í skýinu. Það þýðir einfaldlega að viðskiptavinur getur á hverjum tíma alltaf vitað ástand netkerfisins með því að annaðhvort fletta því upp á þar til gerðri vefsíðu, eða með því að hafa samband við mig.

Í dag notast ég nær eingöngu við búnað frá fyrirtækinu Ubiquiti Networks, Inc. Vél- og hugbúnaður frá Ubiquiti hefur á síðustu árum tekið langt fram úr keppinautum og er í dag framsæknasti og hentugasti búnaðurinn fyrir fyrirtæki og stofnanir, sem og einstaklinga.

Í stjórnkerfinu hjá mér er þegar þetta er skrifað yfir 300 þráðlausir sendar sem ég þjónusta og passa upp á að séu alltaf virkir. Þetta hefur gefist td. aðilum í ferðaþjónustu vel þar sem kröfurnar um gott þráðlaust net og netkerfi eru miklar.

Það er ákaflega mikilvægt, að þegar um er að ræða skrifstofur, hótel, heimavistir, skólastofur, skip, veitingastaði, tjaldstæði eða heimili, að rétt sé staðið að hönnun netkerfa frá upphafi, Allt frá vali á verktökum sem leggja lagnir, í forritun endabúnaðar.

Hafið samband við á netfangið stafn@stafn.is með spurningar og saman finnum við lausn sem hentar þínum þörfum.